27.06.2016

Deildarviðburður Retrieverdeildarinna helgina 25.-26. júní 2016 

Um helgina var deildarviðburður Retrieverdeildarinnar, í gær (25.06.2016) var sýning og í dag (26.06.2016) veiðipróf.

Stekkjardals hópnum gekk svakalega vel í gær á sýningunni en dómarinn var Vidar Grundetjern frá Noregi. 
Stekkjardals Augustus - Benni, fékk VG í opnum flokki. 
Pl.Ch Ger.Ch Dolbia Le Mans - Teddy, fékk Excellent og annað sæti í meistaraflokki og varð fjórði besti rakki. 
Stekkjardals Bernadette Rostenkowski - Alba, fékk VG í ungliðaflokki. 
Stekkjardals I Want To Break Free - Bella, fékk Excellent í opnum flokki. 
Stekkjardals The Show Must Go On - Aþena, fékk Excellent og fjórða sæti í opnum flokki. 
Stekkjardals Rosalyn Susman Yalow - Cara, fékk Excellent og annað sæti í opnum flokki með meistaraefni. 
ISCH OB-1 Dolbia Avery Nice Girl - Tina, fékk Excellent og fyrsta sæti með meistaraefni í vinnu-og veiðihundaflokki og varð þriðja besta tík. 
ISShCh RW-15 Stekkjardals Marie Curie - Edna, fékk Excellent og fyrsta sæti í meistaraflokki með meistaraefni og varð besta tík tegundar, bætti svo um betur og varð besti hundur tegundar og svo besti hundur sýningar!!!

Stekkjardals keppti með ræktunarhóp með Ednu, Aþenu og Bellu og varð besti ræktunarhópur sýningar!

Ég sýndi líka Miðvalla Eyvin - Mia, en hún er undan Bellu, hún fékk Excellent og fyrsta sæti í ungliðaflokki með meistaraefni og íslenskt ungliða meistarastig og endaði sem fjórða besta tík tegundar aðeins 14 mánaða.

Í dag var svo veiðipróf og þar tókum við Tina þátt og fengum 2. einkunn í opnum flokki sem var frábært 

Við svífum enn um á bleiku skýi og erum að springa úr stolti af okkar ræktun.

Við hefðum ekki getað þetta án hjálpar frá frá frábæru fólki, takk öll, þið vitið hver þið eruð ??

Til hamingju allir með helgina og flottan deildarviðburð sem var deildinni okkar til mikils sóma 

Lesa meira

25.02.2016

HVOLPAR!!

Allar frekar upplýsingar í síma 8227970 eða stekkjar(hjá)stekkjardals.com

Lesa meira

18.08.2015

Góðar fréttir :)

Jæja, eins og oft áður erum við allt of löt að skrifa fréttir hér inn en ég reyni að gleyma sem fæstu.

Til að byrja með eru allir hvolpar úr Penny og Benna gotinu, Big Bang gotinu, seldir og fengu frábær heimili :)

Þónokkrar sýningar hafa verið síðan í febrúar og hér koma úrslitin:

Tvöföld sýning HRFÍ 23.-25. maí 2015:
Laugardagur:
Labrador (Stekkjardals Labradors in Iceland). 
Stekkjardals Rjúpa var í 3. sæti í hvolpum 6-9 mánaða
Stekkjardals Rosalyn Sussman Yalow - Cara, VG í unghundaflokki
Stekkjardals Marie Curie - Edna, Excellent, meistaraefni og 2. sæti í unghundaflokki og 4. besta tík tegundar.
Dolbia Avery Nice Girl - Tina, Excellent, meistaraefni og 1. sæti í meistaraflokki og 3. besta tík tegungar.
Border terrier
Stekkjardals Emil í Kattholti, Excellent, meistaraefni og 1. sæti í ungliðaflokki, besti rakki tegundar með íslenskt meistarastig og besti hundur tegundar (BOB), endaði svo daginn á að verða annar besti í tegundahóp 3!

Sunnudagur:
Papillon

Butterfly's Kisses Crazy for you - Kvika, VG og 4. sæti í opnum flokki.
Labrador

Stekkjardals Augustus - Benni, VG og 2. sæti í opnum flokki
Stekkjardals Rjúpa var í 2. sæti með heiðursverðlaun í hvolpum 6-9 mánaða
Stekkjardals Rosalyn Sussman Yalow - Cara, VG í unghundaflokki
Stekkjardals Marie Curie - Edna, Excellent, meistaraefni og 2. sæti í unghundaflokki og 3. besta tík tegundar.
Stekkjardals The Show Must Go On - Aþena, Excellent og 3. sæti í opnum flokki
Dolbia Avery Nice Girl - Tina, Excellent, meistaraefni og 1. sæti í meistaraflokki og 2. besta tík tegungar.
Border terrier
Stekkjardals Emil í Kattholti, Excellent, meistaraefni og 1. sæti í ungliðaflokki, besti rakki tegundar með íslenskt meistarastig og besti hundur tegundar (BOB), endaði svo daginn á að vinna tegundahóp 3!! 

Á þessari sýningu varð Erlen Inga í 1. sæti í yngri flokki ungra sýnenda :))))

Deildarsýning Retrieverdeildarinnar 11. júlí 2015:

Systkinin Stubbur (Stekkjardals Raj Koothrappali) og Alba (Stekkjardals Bernadette Rostenkowski) tóku þátt í hvolpaflokki 4-6 mánaða og lentu í öðru sæti með heiðursverðlaun í flokki rakka og tíka.

Bræðurnir Benni (Stekkjardals Augustus) og Óðinn (Stekkjardals Gaius) kepptu í opnum flokki rakka þar sem Benni fékk Excellent og Óðinn Excellent, 1. sæti með meistaraefni og endaði sem þriðji besti rakki.

Systurnar Cara (Stekkjardals Rosalyn Sussman Yalow) og Edna (Stekkjardals Marie Curie) kepptu í unghundaflokki tíka, Cara fékk Very Good og Edna Excellent, 2. sæti með meistaraefni og endaði sem fjórða besta tík.

Aþena (Stekkjardals The Show Must Go On) keppti í opnum flokki tíka þar sem hún fékk Excellent, 2. sæti og meistaraefni.

Tina (ISCH OB-1 Dolbia A Very Nice Girl) keppti í vinnuhundaflokki tíka þar sem hún fékk Excellent, 1. sæti með meistaraefni og endaði svo á að vinna allar tíkurnar okkur til mikillar gleði og ánægju :)

Dómari var Philippe Lammens.

Tvöföld sýninga HRFÍ 24.-26. júlí 2015:

Föstudagur:
Erlen Inga og Kvika kepptu í yngri flokki ungra sýnenda í Víðidal og þeim gekk glimrandi vel og lönduðu 4. sæti, Erlen vantaði einmitt græna rósettu í safnið svo þetta var voða gaman ??

Stekkjardals Raj Koothrappali varð annar besti rakki 4-6 mánaða með heiðursverðlaun og Stekkjardals Kennels Bernadette Rostenkowski varð besta tík 4-6 mánaða og síðan besti hvolpur af gagnstæðu kyni. Þau fengu bæði flotta dóma ??
 

Laugardagur:
Stekkjardals Gaius (Óðinn, eigendur: Hákun Jógvanson Djurhuus og Helena Mortansdóttir) fékk Excellent og annað sæti í opnum flokki rakka ??
Stekkjardals The Show Must Go On (Aþena, eigandi: Delia Howser) fékk Very Good og þriðja sæti í opnum flokki tíka ??
Stekkjardals Marie Curie (Edna sem við eigum sjálf) fékk Excellent, fyrsta sæti og meistaraefni í unghundaflokki tíka, varð svo besta labradortíkin og besta af gagnstæðu kyni ??
Edna er því Reykjavíkur Winner 2015. 
Dómar var Joakim Ohlson frá Svíþjóð.
Sunnudagur:

Stekkjardals Gaius (Óðinn, eigendur: Hákun Jógvanson Djurhuus og Helena Mortansdóttir) fékk Excellent, annað sæti og meistaraefni í opnum flokki. 
Stekkjardals The Show Must Go On (Aþena, eigandi: Delia Howser) fékk Excellent, annað sæti og meistaraefni í opnum flokki. 
Stekkjardals Marie Curie fékk Excellent, annað sæti og meistaraefni í unghunda flokki og varð þriðja besta tík tegundar.

Næsta sýning er svo 18.-19. september 2015.

Næsta got hjá okkur er áægtlað seint á þessu ári en planið er að para Tinu - Dolbia Avery Nice Girl á næsta lóðaríi en rakki hefur ekki verið ákveðinn.

 

 

Lesa meira

24.04.2015

Einn rakkahvolpur til sölu úr skemmtilegu goti :) - ALLIR SELDIR

Þann 9. febrúar 2015 fæddust hvolpar hjá Stekkjardals ræktun. 

1 RAKKI EFTIR :) TILBÚNINN TIL AFHENDINGAR :) Ættbókafærður hjá HRFÍ, heilsufarsskoðaður, bólusettur og ormahreinsaður og líf-og sjúkdómatryggður frá VÍS til eins árs. 

Foreldrar eru Stekkjardals Augustus (Benni) og Dolbia Kara (Penny), bæði eru frí af mjaðmalosi, með hrein augnvottorð, þau eru Optigen A (prcd-PRA) gegnum foreldra. Almennt heilbrigði er mjög gott. 

Frábærir heimilishundar. 

Báðir foreldrar sýna gott sækieðli og hafa gott gengi á sýningum. 

Penny er innflutt frá Póllandi og Benni kemur úr okkar eigin ræktun undan hundum frá Bretlandi. 

Við getum státað okkur af því að hvolpum/hundum úr okkar ræktun hefur gengið vel á sýningum, eru notaðir í veiði, notaðir í snjóflóðaleit og einn er útskrifaður blindrahundur :)

Fleiri myndir og fréttir er að finna hér https://www.facebook.com/pages/Stekkjardals-Labradors-in-Iceland/111835675546961?fref=ts og á www.stekkjardals.com 

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 8227970/8562424 eða í tölvupóst,stekkjardals@stekkjardals.com 

Yndislegur hvolpur á góðu verði :)

Lesa meira

02.03.2015

Margt búið að gerast síðan seinustu fréttir voru ritaðar :)

Þann 9. febrúar gaut Penny 8 hvolpum, 3 tíkur og 5 rakkar, öll svört og falleg og yndisleg :)
Penny og hvolparnir hafa það gott, þeir blása út og hún er ofboðslega dugleg að hugsa um þá og er alveg yndisleg mamma.

Ef það er áhugi á hvolpi úr gotinu okkar þá er best að hringja í síma 8227970 eða í tölvupósti stekkjardals@stekkjardals.com

Um helgina var hundasýninga sem byrjaði á keppni ungra sýnenda á föstudaginn 27. febrúar, Erlen Inga tók þátt í yngri flokki með Kviku papillon og þeim gekk alveg svakalega vel og lentu í fyrsta sæti :)
https://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/v/t1.0-9/11037460_10153142379806565_4981518199351820800_n.jpg?oh=da2028b6d2891eee4cf668bcb4a61cca&oe=55832AD8&__gda__=1431051867_7dab35f60174975b941847cfa6c3e91c

Á laugardeginu var labradorinn sýndur og okkur gekk vel með okkar hunda og hundum frá okkur gekk líka mjög vel og við erum svakalega stolt :) 

Stekkjardals Rjúpa varð besti hvolpur 4-6 mánaða með heiðursverðlaun (VP) og endaði daginn á að verða í 4. sæti í bestu 4-6 mánaða hvolpur dagsins
S Kría varð önnur besta tík 4-6 mánaða með heiðursverðlaun (VP)
S Augustus fékk VG og 3. sæti í opnum flokki rakka
S Gaius fékk Ex, 2. sæti og meistaraefni (CK) í opnum flokki rakka
S Marie Curie fékk Ex, 1. sæti og meistaraefni (CK) í ungliðaflokki og varð fjórða besta tík
S Rosalyn Sussman Yalow fékk Ex í ungliða flokki tíka
S The Show Must Go On fékk Ex, 3. sæti og meistaraefni (CK) í opnum flokki tíka
S I Want To Break Free fékk Ex, 1. sæti og meistaraefni (CK) og varð þriðja besta tík
Dolbia Avery Nice Girl fékk Ex, 1. sæti og meistaraefni (CK) í vinnuhundaflokki

Stekkjardals átti svo besta ræktunarhóp tegundar með heiðursverðlaun og flottan dóm um fallegan hóp sem samanstóð af einstaklingum úr þremur gotum

Dótturfélaginu gekk líka vel en Stekkjardals Emil í Kattholti, Border terrier fékk Ex og 2. sæti í ungliðaflokki 

Kvika papillon var sýnd á sunnudeginum, Kvika - Butterfly's Kisses Crazy For You fékk excellent, 1. sæti og meistaraefni í unghundaflokki 

Tina - Dolbia Avery Nice Gurl og Edna - Stekkjardals Marie Curie stóðust augnskoðun með glans svo allt gott þar.

Svo til að toppa helgina þá þá kom frétt á Rúv þar sem rætt var við eiganda Bono - Stekkjardals One sem er blindrahundur, það er hægt að sjá fréttina hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/01032015-8 mínútu 18.16

Kveðja, 
glaðasta, glaðasta, glaðasta hundamamman

Lesa meira

21.01.2015

Allir hvolpar Lottu og Seifs komnir með heimili

Allir hvolpar Lottu og Seifs eru komin með frábær heimili og við gætum ekki verið sáttari :)
Stekkjardals Kría verður eftir heima hjá frænkum sínum :)

Á næstu vikum er von á goti undan Dolbia Kara (Penny) og Stekkjardals Augustus (Benni).
Von er á svörtum og gulum hvolpum. Foreldrar fallegir, heilbrigðir og með gott geðslag.

Ef áhugi er á hvolpi úr þessu fína goti þá er best að senda mail á stekkjardals@stekkjardals.com eða í síma 8227970.

 

Lesa meira

09.01.2015

Rjúpa og Fálki ennþá að leita að heimili :)

Stekkjardals Rjúpa og Stekkjardals Fálki eru að leita að heimili. Þau eru 11 vikna, skapgóð og hraust. 

Þau koma úr 7 hvolpa got fætt þann 20. október 2014.

Foreldrar eru Stekkjardals Dreamcatcher (Seifur) og Stekkjardals Somebody To Love (Lotta), bæði eru frí af mjaðmalosi, með hrein augnvottorð, þau eru Optigen A (prcd-PRA) gegnum foreldra. Almennt heilbrigði er mjög gott. Frábærir heimilishundar.

Seifur hefur verið notaður í veiði með góðum árangri og Lotta hefur mikinn sæki áhuga. 
Seifur varð besti rakki tegundar á sýningu í september 2014.

Rjúpa og Fálki eru tilbúnir til afhendingar, ættbókafærð frá HRFÍ, heilsufarsskoðuð, bólusett og ormahreinsuð og 
líf-og sjúkdómatryggð frá VÍS til eins árs.

Getum boðið upp á léttgreiðslur VISA.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 8227970/8562424 eða í tölvupóst, stekkjardals@stekkjardals.com

Lesa meira

16.12.2014

Fyrsti hvolpurinn farinn að heiman

Fyrsti hvolpurinn fór að heiman áðan en það var Stekkjardals Svartþröstur sem mér skilst að eigi að vera kallaður Tinni  hann fór heim með Drífu sem er leiðsöguhundaþjálfari og ætlar vonandi á næstu árum að feta í fótspor Stekkjardals One frændi síns (Bono) og verða blindrahundur  
Bono verður afhentur snemma á næsta ári til nýs eiganda og um það leiti byrjar Stekkjardals James Watson (Gutti) í sinni þjálfun en hann varð árs gamall í september. Vonandi eiga Gutti og Tinni eftir að standa sig vel eins og Bono, við erum ótrúlega stolt af Drífu og hvolpunum okkar 

Við eigum enn tík og rakka til sölu sem vert er að kíkja á, tilbúnin til afhendingar :) 

Upplýsingar í síma 8227970 og í maili stekkjardals@stekkjardals.com

Lesa meira

06.10.2014

Hvolpa-og sýningafréttir

Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 6.-7. sept 2014.

 
Papillon:
Butterflys Kisses For The First Time Is Forever, Skotta, 3. sæti í yngri hvolpaflokki með heiðursverðlaun.
Butterflys Kisses Crazy For You, Kvika, Excellent-3 í ungliðaflokki með meistaraefni.
 
Labrador:
Dómari var Saija Juutilainen

Stekkjardals Dreamcatcher, Seifur, Excellent-1 með meistaraefni í opnum flokki, 
Besti rakki tegundar með íslenskt- og alþjóðlegt meistarastig og endaði svo sem BOS, 
sem er besti árangur sem hundur úr okkar ræktun hefur náð 
Stekkjardals Marie Curie, Edna, VG-4. sæti í ungliðaflokki. 
Stekkjardals Rosalyn Sussman Yalow, Cara, G í ungliðaflokki. 
Stekkjardals The Show Must Go On, Aþena, VG í opnum flokki.
Stekkjardals I Want To Break Free, Bella, VG í opnum flokki. 
Stekkjardals Everlasting Love, Birta, EX-3 í opnum flokki. 
Dolbia Kara, Penny, EX-4 opnum flokki. 
Dolbia Avery Nice Girl, Tina, EX-3 í meistaraflokki með meistaraefni. 

Border terrier:
Dómari var Jussi Liimatainen frá Finnlandi
Hvolparnir okkar kepptu í hvolpaflokki 6-9 mánaða,
rakkar: 
Stekkjardals Emil í Kattholti, 1. sæti með heiðursverðlaun. 
Stekkjardals
 Snúður Ljónshjarta, 4. Sæti. 
Tíkur:

Stekkjardals Lotta í Ólátagarði, 2. sæti. 
Stekkjardals Ronja Ræningjadóttir, 3. sæti. 
Stekkjardals Lína Langsokkur, 4. sæti. 

Emil varð svo besti 6-9 mánaða hvolpur sýningar í dag 
Mamma þeirra hún Mía Litla (Bjarkar Blásól) fékk EX-3 í opnum flokki 

 

Hvolpafréttir eru þær að við eigum von á hvolpum í kringum 20. október undan Lottu (Stekkjardals Somebody To Love) og Seif (Stekkjardals Dreamcatcher) en báðir forendrar eru fallegir, geðgóðir og heilbrigðir og með góðan vinnuvilja. Seifur varð besti rakki tegundar á seinustu sýningar og stundar veiði með eiganda sýnum. Lotta er ljúf og góð, varð 4. besti hvolpur sýningar í febrúar 2011, hún elskar að leika með boltann sinn.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í tölvupósti: stekkjardals@stekkjardals.com eða í síma 8227970 :)

Lesa meira

Breyta

Fréttir


Knúið áfram af 123.is